Portfolio - Documentary { 8 galleries }
Loading ()...
-
-
-
-
-
-
-
-
35 images
Mótmæli við þingsetningu haustið 2011 voru skiljanlega á allra vörum dagana fyrir og eftir. Þó að vissulega væru margir mættir til að lýsa vanþóknun sinni á stjórnvöldum þá voru líka margir mættir til að fylgjast með, upplifa og eins og ég, til að ná myndum. Óvísindaleg talning mín benti til þess að fjöldi kröfuspjalda væri rétt um hálfdrættingur miðað við fjölda myndavéla sem haldið var á lofti og stemmingin, sérstaklega til að byrja með, minnti frekar á ættarmót eða fjölmenna fermingu þegar fólk hittist og heilsaði frænkum og frændum sem það hafði ekki séð lengi. Búið var að koma fyrir sérútbúinni girðingu til að halda mótmælendum í hæfilegri fjarlægð, mótmælendur mættu með heyrnahlífar, egg og klósettpappír og þingmenn með regnhlífar. Þjóðin er að þróast í þessum mótmælabransa.